INNIPLÖNTUR
Það eru margar góðar ástæður fyrir því að þú ættir að hafa plöntur í umhverfinu þínu. Plöntur hjálpa til við að
bæta loftgæði og hljóðvist og þær geta líka hjálpað til við að draga úr streitu og auka sköpunargáfu sem skilar
sér á endanum í betri líðan. Sem dæmi, þá geta skert loftgæði valdið höfuðverk og þurrk í hálsi og augum. Oft eru þessi einkenni tengd við kulda, álag eða árstíðirnar. Plöntur eru náttúrulegt lofthreinsiefni og við tökum að okkur að finna út með þér hvaða plöntur geta hentað þínu umhverfi.
FAGLEG PLÖNTUÞJÓNUSTA
Við sérhæfum okkur í að bæta vinnustaðaumhverfi með
grænum, fallegum lausnum sem stuðla að betri heilsu og vellíðan.
Plöntuþjónusta er fyrir fyrirtæki og stofnanir og nær yfir allskyns umhirðu og viðhald plantna. Það felur í sér vökvun, áburðargjöf, klippingu, uppbindingu og hreinsun á plöntum og pottum.
Plöntuþjónusta er trygging á því að plönturnar þínar séu alltaf í hæsta gæðaflokki og líði vel.
Hvernig virkar samningur um plöntuþjónustu?
Við byrjum á því að greina þarfir þínar með því að skoða birtuskilyrði, rými og óskir um innanhússhönnun og setjum
saman tillögu sem hentar þínu fyrirtæki. Garðyrkjumaður skoðar svo og heldur utan um plönturnar á 2-3 vikna fresti þannig að plönturnar líti vel út og líði vel.
Fyrir ráðstefnur og viðskiptaviðburði getum við hjálpað þér að koma með hugmyndir að útliti og bjóðum þá uppá
skammtíma leigu á plöntum og pottum.
Einnig getum við séð um blómvendi og blómstrandi blóm fyrir sérstaka daga og viðburði.
BLÓMIN OKKAR

Anthurium andreanum. Bleik

Anthurium andreanum. Hvít blóm.

Anthurium andreanum. Rauð blóm.

Anthurium andreanum eldrauð

Aglonema Crete.

Epipremnum Aureum

Spathiphyllum Vivaldi

Chlorophylum comosum

Nephrolepis Exalta

Spathiphyllum sensation Mauna

Anthurium andreanum, Bleik og hvitbleik

Phoenix Robeleni

Chamaedra elegans

Dracaena Fragans

Epipremnum Aureum

Hedera Helix

Oliven europaea